Hann er landsmönnum kunnur sem sjónvarps- og fréttamaður í aldarfjórðung, en fjölmiðlaferillinn í heild nálgast 40 ár. Gísli Sigurgeirsson er borinn og barnfæddur Akureyringur en hefur sterkar taugar til Austurlands, þar sem hann dvaldi löngum stundum sem barn og unglingur.
Gísli hóf fjölmiðlaferilinn ungur að árum og það var ekki síst fyrir orð séra Péturs Sigurgeirssonar heitins að hann fetaði þá braut. Undanfarið hefur Gísli vakið athygli fyrir þætti sína Glettur á N4 en segir að nú sé farið að síga á seinni hluta fjölmiðlaferilsins. Gísli ræðir upprunann, fjölmiðlastarfið og verkefnin sem bíða ítarlegu viðtali sem nálgast má í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag.
-þev