"Ég hef sagt nei hingað til"

Ólína Freysteinsdóttir
Ólína Freysteinsdóttir

„Ég stökk í faðm Samfylkingarinnar því ég veit hverjar línurnar eru, ég get treyst því að hann stendur fyrir jöfnuð, þeir sem eiga meira, borga meira. Þeir sem þurfa meira, fá meira. Af því kýs ég ekki Sjálfstæðisflokkinn,“ skrifar Ólína Freysteinsdóttir, sem skipar sjötta sæti framboðslista Samfylkingarinnar á Akureyri.

„Akureyri hefur fóstrað mig og mína frá 1993 og hér er gott að búa. Nú í vetur eins og stundum áður hefur verið leitað til mín og ég beðin að starfa og sitja á lista hjá stjórnmálaflokki. Ég hef sagt nei hingað til en nú er tími til kominn.  Ekkert breytist af sjálfu sér, við erum samfélagið og samfélagið erum við. Allir sem þekkja mig vita að ég er örlítið til vinstri. Og ástæðan er einföld, ég er samfélagshyggjumanneskja.  Einn fyrir alla og allir fyrir einn „fandalaggahoj“, eins og segir í Ávaxtakörfunni.“

Öll greinin

Nýjast