Elfa Ágústsdóttir dýralæknir á Akureyri lifir og hrærist í dýraheiminum. Auk þess að sinna dýralækningum er hestamennska hennar helsta áhugamál og er jafnframt fjölskyldusportið. Elfa segir dýr vera yndisleg og við mannfólkið gætum lært sitthvað af þeim.
Vikudagur heimsótti Elfu á Dýraspítalann Lögmannshlíð og má nálgast ítarlegt viðtal við hana í nýjasta tölublaði Vikudags.