Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir endaði árið 2017 nær dauða en lífi en hún fór í hjartastopp í köfunarferð íKambódíu. Dóttir hennar var með í ferðinni og kom henni til bjargar með því að blása í hana lífi. Eftir tvö erfið ár horfir Anna nú björtum augum fram á veginn og segist hafa þroskast sem manneskja í gegnum erfiðleikana.
Vikudagur heimsótti Önnu Breiðfjörð og spjallaði við hana um daginn örlagaríka og lífið sjálft en viðtalið má nálgast í prentútgáfu blaðsins sem kom út í gær.