Eftirlit með ölvunarakstri á jólaföstu

Eins og önnur lögreglulið í landinu hefur lögreglan á Eyjafjarðarsvæðinu, þ.e. Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði, verið með sérstakt eftirlit með ölvunarakstri á Jólaföstunni. Alls hafa verið stöðvaðar 1.156 bifreiðar á öllum tímum sólarhringsins alla daga vikunnar. Af þeim reyndist einn ökumaður vera undir áhrifum áfengis við aksturinn og annar er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.

Nýjast