Áætlað er að hefja efnaflutning úr Vaðlaheiðargöngum í nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli á næstu vikum. Eins og staðan er núna er verið að safna efni saman úr göngunum. Samkvæmt upplýsingum Vikudags eru nú allir samningar klárir milli ISAVIA og Vaðlaheiðarganga ehf. Töluvert efni hefur safnast saman fyrir utan göngin, sem ýmist verður notað í sjálfa gangnagerðina og í flughlað. Áætlað hefur verið að flytja um 160 rúmmetra af efni úr Vaðlaheiðargöngum í flughlað. Lengri frétt um málið má sjá í prentúgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 7.janúar