Dýrt hnefahögg

Karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur fyrir líkamsárás, með því að hafa í desember 2006, á heimili annars manns, slegið hann með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut 7-8 mm sár utan á neðri vör vinstra megin og ca 1 cm langt sár innan á vörinni, einnig talsverða bólgu í efri og neðri vör, auk þess sem endajaxl  hægra megin í neðri góm brotnaði. Maðurinn var dæmdur til eins mánaðar fangelsisvistar, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var hann dæmdur til að greiða fórnarlambinu rúmlega 200 þúsund krónur í miskabætur og fleira.

Nýjast