Dýrara á skíði

Vetrarkort í Hlíðarfjall ofan Akureyrar fyrir fullorðna mun hækka um 2.500 krónur í vetur; kortið kostar nú 41.500 en var áður á 39.000 kr. Einnig munu stakir miðar hækka í verði. Sem dæmi mun miði í eina klukkustund hækka um 250 kr. á milli ára og þriggja klukkustunda miði mun hækka um 350 kr. Þá mun heill dagur hækka um 400 kr. og kostar eftir það 4.400 kr. Nýjung verður í boði ár, þar sem hægt er að kaupa árskort í sund og Hlíðarfjall fyrir 50.000 krónur.

-þev

Nýjast