Dregið í riðla fyrir deildarbikarkeppnina

Dregið var í riðla fyrir deildarbikarkeppni karla og kvenna í knattspyrnu fyrir árið 2010 í gær. Í karlaflokki er leikið í þremur átta liða riðlum í A- deild og eru það liðin 24 í tveimur efstu deildunum sem skipa A- deildina. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast í 8- liða úrslit keppninnar ásamt tveimur liðum sem ná bestum árangri í þriðja sæti.

Í hverjum riðli A-deildar eru fjögur lið úr úrvalsdeild og fjögur úr 1. deild. KA leikur í B- riðli ásamt FH, Fram, Selfossi, Val, Fjölni, Leikni R., og Víkingi R en Þór leikur í B- riðli ásamt Fylki, Grindavík, Haukum, Stjörnunni, Fjarðabyggð, ÍA og Njarðvík.

Í kvennaflokki leikur Þór/KA í A- deild en þar eiga norðanstúlkur titil að verja. Deildina skipa Þór/KA, Valur, Breiðablik, Stjarnan, Fylkir og KR. Leikin er einföld umferð og leika fjögur efstu lið úr A- deild til úrslita.

Nýjast