Draupnir
sótti ekki gull í greipar þegar liðið sótti Tindastól heim í gærkvöld í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Lokatölur
á Sauðárkróksvelli urðu 5-0 sigur Tindastóls.
Eftir
leikina er Draupnir í 5. sæti riðilsins með sjö stig eftir átta leiki.
Guðni Arnar Guðnason, sérfræðingur í lyf- og innkirtlalækningum, hefur verið ráðinn tímabundið sem forstöðulæknir lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri í fjarveru Guðjóns Kristjánssonar. Að hans sögn eru tækifærin mörg þegar kemur að frekari uppbyggingu lyflækninga á SAk en jafnframt áskoranir sem snúi fyrst og fremst að mönnun og að tryggja þekkingu til framtíðar.
Aðalstjórn Íþróttafélagsins Þórs býður félagsfólki, velunnurum, starfsfólki og iðkendum að mæta í Hamar þriðjudaginn 6.janúar þar sem kjöri íþróttafólks Þórs 2025 verður lýst. Samkoman hefst kl. 17.
Um áramótin taka nýir eigendur við Jónsabúð. Jón Ingólfsson og Jórlaug Daðadóttir hafa nú selt reksturinn og nýir eigendur eru Erica Rivera og Hreinn Skúli Erhardsson. Búðin verður lokuð 2. janúar, en opnar laugardaginn 3. janúar og verður síðan opin með sviðuðu sniði og verið hefur.
Þegar venjulegur mánudagur blasir við fólki þá rennur upp ljós, partýið er búið og lífið færist aftur i fastar skorður. Eitt af þvi sem gera þarf víða er að pakka niður jólaskrauti og þá stendur eftir eitt stk jólatré.
Í Einholti á Akureyri býr sannkölluð jólafjölskylda. Jólaandinn hefur fylgt heimilinu árum saman og gert það að litríkum og hlýjum heimkynnum þar sem rótgrónar hefðir, samvera og ilmandi jólamatur mynda ómissandi hluta hátíðarinnar.
Um áramót tóku gildi breytingar á gjaldskrám Norðurorku. Þessar hækkanir koma til ,,vegna greiningar á rekstrarkostnaði og vísitölum og að teknu tilliti til fjárfestingaáætlana"
Alls fæddust 389 börn á Sjukrahúsinu á Akureyri á nýliðnu ári, tvennir tvíburar fæddust árið 2025. Þetta eru aðeins færri fæðingar en voru árið 2024 en þá fæddust 397 börn á SAk.
Dregið hefur verið úr innsendum lausnum í Jólakrossgátu Vikublaðsins, en fjöldi innsendra lausna hefur líklega aldrei verið meiri í tíð þess sem hér slær inn þennan texta ( frá árinu 2008) og það er ljóst að krossgátur njóta vinsælda.