Ég byrjaði að tefla í september 2008, þá nýorðinn níu ára. Pabbi hefur verið talsvert í skák og ég fór að fikta við þetta og fékk bakteríuna, segir Jón Kristinn Þorgeirsson, 14 ára nemandi í Lundarskóla á Akureyri. Hann er yngsti skákmeistarinn í 76 ára sögu Skákfélags Akureyrar og segist tefla á hverjum degi.
Hins vegar fer það eftir því hvaða dagur er hversu mikið ég tefli. Ég fer á æfingar á miðvikudögum og keppi á mótum á fimmtudögum, þannig að þessir tveir dagar fara mikið í skákina, segir Jón.
Draumurinn er að verða heimsmeistari. Jón liggur ekki á svörum þegar hann er spurður út í helstu fyrirmynd í skákinni. Það er Bobby Fischer.
Nánar er rætt við Jón Kristinn í prentútgáfu Vikudags
throstur@vikudagur.is