Draumórafólkið

Ásgeir Ólafsson skrifar

Við sem oftar mætum mótlæti en aðrir, getum verið þeir sem erum í hinni stóru leit í að finna hæfileika okkar, og kann það að ganga í mjög svo sterkum bylgjum með miklu flökti sb. áföllum , gleði, sorg og hamingju.   Við lifum þannig.  Við kunnum þá að vera nefnt “Draumórafólk” af þeim sem lifa á flötu línunni með engu flökti.  Þeim sem eru hættir og gáfust upp eða hafa aldrei leitað.  Þetta geta aldrei verið orð fólksins sem fann sína hæfileika.  “Draumórafólkið” er orð sem búið er til af þeim sem hafa ekki enn hafið leitina. 

“Lifið er 10% það sem þú leyfir því að gerast, en 90% það sem þú gerir úr því”, John Maxwell.

Ég er einn af þeim, Draumórafólkinu, eða “fólkinu”.   Ég hef alla tíð vitað að ég ætti einhvern falinn hæfileika einhverstaðar innra með mér og þrátt fyrir mikið mótlæti í samfélaginu gafst ég aldrei upp í þeirri leit.  En til að finna hann þurfti ég að yfirstíga ýmsar hindranir á leiðinni.  Þegar ég svo komst þangað á tilfinningin sem því fylgir sér enga hliðstæðu. Hún róar mann. Hún gerir mann öruggari með allt það sem maður tekur sér fyrir hendur í lífinu.  Ég fann mína hæfileika og ég geri allt til að viðhalda þeim. Hæfileikarnir geta verið margir, en “fólk” eins og ég er ekki búið að gefast upp, ég leita enn að fleirum hæfileikum.  Ég veit að þeir eru fleiri en þeir sem ég hef fundið í dag, og ég veit að þeir eru þarna úti einhversstaðar bíðandi þess að ég finni þá.

“Láttu ekki það sem þú getur ekki gert, trufla það sem þú getur gert”, John Wooden

Öll eigum við okkar hæfileika eins og Thomas A. Edison segir, að “Ef við gerðum það sem við erum fullfær um aðgera, myndum við öll koma okkur á óvart”.  Mér finnst þannig vera mikil orka í mér, og mér finnst ég vera mikið á tánum, ég krefst mikils af mér og reyni hvað sem ég get til þess að fylgja þeim gildum sem hæfileikar mínir eru orðnir fyrir mér í dag.  Ég er mjög hæfileikaríkur.  Ég er duglegur. Ég villgerabetur og koma meiru frá mér. 

“Mótlæti brýtur suma menn, en fær aðra til að brjóta met.”, William James.

Já,  það er í lagi að hrósa sjálfum sér, og um það fjallar þessi pistil í raun. Að ná að upphefja sig þegar miður fer og að upphefja sig þegar vel fer.  Að fara vel með sig,  er ekki einungis framkvæmt líkamlega, heldur andlega einnig.  Ákvarðanir þínar eru teknar vegna þess að þú telur þær réttar þegar þú tekur þær, og þannig verða þær ekki rangar þegar þú tókst þær.  En, tókst þú ranga ákvörðun þegar þú skoðar það betur eftirá að hyggja?  Já, það getur vel verið og að viðurkenna það fyrir sjálfum sér og þeim sem við á er mjög góður kostur.

Varðandi hrósið, þá ættu atvinnuveitendur sérsteklega að taka þetta til sín.  Á mörgum vinnustöðum sem ég hef unnið á í gegnum tíðina hef ég aðeins fengið að vita það það sem fer miður í vinnu minni og þarf að laga.  Stjórnendur og  framkvæmdarstjórar eru upp til hópa ekki nógu duglegir að hrósa starfsfólki sínu fyrir það sem þeirgeravel,  en á móti mjög duglegir að draga fram það sem fer miður og þarf að laga. Þar sem ég starfa í dag, er þessu einmitt rétt með farið. Mér er hrósað fyrir það sem ég geri vel, og það sem þarf að laga er svo rætt með hugmyndum um úrlausn.  Þannig hlakka ég til að fara í vinnuna og að takast á við erfið og skemmtileg verkefni.

Hrósaðu sjálfum þér líkt og ég var aðgerahér að ofan. Við þurfum að mata heilann okkar af jákvæðri orku í stað þeirra neikvæðu. Þannig vöknum við glaðari, tilbúin að takast á við daginn og förum glaðari að sofa eftir góðan dag. Alltaf með bros á vör. 

Af hverju ætti vinnveitandinn að hrósa þér ef þú getur ekki gert það sjálfur?  Það er löngu kominn tími til að þú standir upp fyrir sjálfum þér.

Höfundur er dagskrárgerðarmaður og þjálfari.

 

Nýjast