Dögun vill fríar skólamáltíðir

Hlín Bolladóttir/mynd karl eskil
Hlín Bolladóttir/mynd karl eskil

„Við viljum að sérstaklega verði hugað að hagsmunum barnafólks á næsta kjörtímabili, þannig að lögð verði aukin áhersla á að bæta og auka þjónustu skólanna. Dögun vill líka að öll börn fái aukin tækifæri til að leggja stund á íþróttir, listir og tómstundir. Þetta verði gert með því að taka mið af skóladeginum og að gjaldtöku verði stillt í hóf. Við leggjum til að bærinn setji allar kostnaðarsamar framkvæmdir í bið, sem sérstaklega miðast við þarfir meistaraflokka fullorðinna. Við setjum fram tillögu um að máltíðir verði fríar í öllum skólum á vegum bæjarins og að ferðanet Strætó verði gert þéttara en nú er,“ segir Hlín Bolladóttir oddviti Dögnar á Akureyri.

Ráðning bæjarstjóra

„Ráðning bæjarstjóra á ekki að vera kosningamál. Við viljum að væntanlegur bæjarstjóri verði ópólitískur og að staðan verði auglýst laus til umsóknar,“ segir Hlín.

Ítarlegt viðtal er við Hlín í prentútgáfu Vikudags

Nýjast