Deiliskipulag Glerá, frá stíflu til sjávar verði samþykkt

Skipulagsnefnd Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi Glerár, frá stíflu til sjávar, sem unnin var af teiknistofunni X2 hönnun-skipulag ehf., verði samþykkti.  Borist hefur umsögn umhverfisnefndar þar sem hún fagnar deiliskipulagstillögunni.

Skipulagsnefnd hafnaði hins vegar erindi þar sem Orri Árnason f.h. SS Byggis, í framhaldi af bókun nefndarinnar 11. mars 2009, óskaði eftir lóð undir bakarí/veitingastað á hentugum stað við Glerá. Lögð var fram hugmynd um lóð á nýjum stað ofar við ána.
Borist hefur umsögn Vegagerðarinnar þar sem m.a. kemur fram að Vegagerðin telur þessa tillögu frekar óheppilega með tilliti til umferðarflæðis og umferðaröryggis.
Borist hefur umsögn umhverfisnefndar þar sem hún leggst gegn því að leyfi verði veitt fyrir veitingastað yfir ánni með vísan til umferðaröryggis sunnan ár og lítillar fjarlægðar í íbúðahús við Lönguhlíð. Jafnframt eru þessar hugmyndir ekki í samræmi við anda væntanlegs deiliskipulags sem gerir ráð fyrir friðsælu útivistarsvæði til almenningsnota.

Nýjast