Dalvík og Hörgársveit mótmæla lokun fangelsisins á Akureyri

Lögreglustöðin á Akureyri.
Lögreglustöðin á Akureyri.

Sveitarstjórn Hörgársveitar tekur heilshugar undir bókun Akureyrarbæjar varðandi lokun fangelsins á Akureyri og hvetur Fangelsismálastofnun og dómsmálaráðherra til þess að endurskoða ákvörðun sína. Slíkt hið sama gerir bæjarráð Dalvíkurbyggðar þar sem ákvörðun um lokun fangelsins á Akureyri er harðlega mótmælt. Bæjarráð Dalvíkurbyggðar ræddi lokunina á síðasta fundi sínum og þar sem tekið er undir ályktun Akureyrarbæjar. 

Bæjarstjórn Akureyrar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Fangelsismálastofnunar að loka fangelsinu á Akureyri án nokkurs samráðs við bæjaryfirvöld eða aðrar sveitarstjórnir á svæðinu. Yfirlýst stefna stjórnvalda hefur verið að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni og því skýtur það skökku við að fangelsismálayfirvöld taki einhliða og án nokkurs fyrirvara ákvörðun um að loka fangelsinu á Akureyri og leggja þar með niður 5 störf í bænum. Bæjarstjórn krefst þess að stjórnvöld grípi tafarlaust í taumana og ógildi þessa ákvörðun.

Nýjast