Dagnýjarmótið verður haldið í Hlíðarfjalli dagana 27. og 28. desember næstkomandi, en um er að ræða alþjóðlegt mót í svigi í flokki karla og kvenna 15 ára og eldri. Mótið átti upphaflega að fara fram dagana 18. og 19. desember en var aflýst vegna veðurs.
Búast má við sterku móti í kvennaflokki þar sem allar helstu skíðadrottningar landsins verða í eldlínunni, auk þess sem von er á þremur keppendum erlendis frá. Keppnin verður tvískipt, á sunnudeginum verða konurnar í eldlínunni en á mánudeginum verða það karlarnir sem etja kappi.
Ræst verður út báða dagana kl. 11:00 og stendur keppni til kl. 14:00.