"Dagatal Eimskipafélags Íslands hefur á löngum tíma unnið sér stall á veggjum landsmanna. Mikil eftirvænting ríkir þegar það kemur út, svo mikil að oft myndast raðir við skrifstofur félagsins fyrstu daganna eftir að dreifing hefst." segir Ólafur Hand markaðsstjóri félagsins. Að þessu sinni prýða eyjar við strendur Íslands dagatalið. Þær eru teknar af Lárusi Karli Ingasyni ljósmyndara, sem segir það eftirsóknarvert hjá íslenskum ljósmyndurum að fá tækifæri til að vinna við mentnaðarfullt verk eins og dagatalið er. Fólk getur nálgast dagatalið endurgjaldslaust á skrifstofum Eimskips um land allt.