Dæmdur fyrir líkamsárás

Karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur fyrir líkamsárás á konu á skemmtistað á Akureyri í október á síðasta ári. Maðurinn reif í hár konunnar, sneri hana niður í gólfið og tók hana hálstaki. Konan slasaðist nokkuð við árásina, tognaði á hálsi og fékk vægan heilahristing. Maðurinn játaði brot sitt. Með tilliti til þess, og að hann hefur ekki komist í kast við lögin áður, var ákveðið í dómnum að 45 daga fengelsisdómur yfir manninum yrði skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá greiði maðurinn 20 þúsund króna málsvarnarlaun.

Nýjast