21. september, 2007 - 15:33
Þrír karlmenn hafa í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdir fyrir fíkniefnamisferli. Sá fjórði var sýknaður en hann bar við að hafa satt ósatt hjá lögreglu um sekt sína. Sá sem þyngstan dóminn haut var dæmdur fyrir að hafa haft í fórum sínum 70 grömm af amfetamíni og hassi og að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Hann var dæmdur í 2 ára fangelsi skilorðsbundið, til greiðslu 160 þúsund króna sektar, hann var sviftur ökuleyfi í 3 ár og dæmdur til að greiða 705 þúsund krónur í málskostnað. Hinir mennirnir tveir hlutu sektardóma, mun lægri en sá fyrrnefndi.