Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt í máli fjögurra ungra manna vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni.Einn þeirra er Akureyringur sem var tekinn með 10 e-töflur og hlaut hann 120 þúsund króna sekt. Annar Akureyringur fékk 40 þúsund króna sekt en hann var tekinn tvo daga í röð með hass og braut einnig umferðalög. Þá voru tveir Dalvíkingar dæmdir fyrir að hafa undir höndum amfetamín og fengu þeir 260 þúsund króna sekt hvor.