Karlmaður og kona hafa í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmd fyrir akstur bifreiða undir áhrifum fíkniefna og fyrir að hafa fíkniefni í fórum sínum. Konan var stöðvuð á Drottningarbraut eftir að hafa ekið frá Eskifirði til Akureyrar en karlmaðurinn var sekur um innanbæjarakstur á Akureyri. Dómarnir yfir þeim voru þannig að konan var dæmd í 100 þúsund króna sekt og til að geriða 170 þúsund króna málskostnað en karlmaðurinn í 140 þúsund króna sekt og 153 þúsund í málskostnað. Bæði voru svift ökuleyfi í 3 mánuði.