Síðustu tónleikar sumarsins í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju verða á morgun, sunnudaginn 26. júlí kl. 17:00 og bera heitið Rósinkrans. Flytjendur á tónleikunum, fiðluleikararnir Marie Rouquié og Gabriel Grosbard, sellóleikarinn Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir og virginalistinn Joseph Rassam eru búsettir í Frakklandi og kalla sig Corpo di Strumenti. Þau munu leika fiðlusónötur tékknesk- austurríska tónskáldsins Heinrich Ignaz Franz von Biber.
Gabriel,?Marie,?Josephog?Steinunn?sem?hefði?kannski?átt?að?heita?Jesús???komu?úr?tveimur áttum,?frá?Lyon?og?París,?og?sameinuðust?á?orgelverkstæði?í?Alsace?til?þess?að?kljást við fiðlusónötur?Bibers.?Hvort?það?var?nærvera?gamla?Silbermann?orgelsins,?eða?bara? ótæmanleiki?viðfangsefnisins?og?330?ára?gamall,?ódauðlegur?innblástur?tónskáldsins,?þá? hafa sónöturnar?loðað?við þau?síðan,?eða?þau?við?þær.?Hafa?þau?í?þrígang?leikið?Biber? sónöturnar?austast?og?vestast?í?Frakklandi,?en?liggur?nú?leið?þeirra?um?Ísland?syðra?og? nyrðra?áður?en?Frakklandsævintýrið?heldur?áfram, segir í tilkynningu.
Gabriel og Steinunn námu fiðlu? og sellóleik við barokkdeild Parísarkonservatorísins en Marie og Joseph við barokkdeild Lyon?konservatorísins. Starfa þau öll sem barokktónlistarmenn í Frakklandi og haldast þar í hendur kammer? eða einleikstónlist, starf með helstu barokkhljómsveitum landsins og kennsla við tónlistarháskólana í Poitiers og Amilly. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og er aðgangur ókeypis.