07. október, 2008 - 11:32
Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja til við sveitarstjórn að skipaður verði
þriggja manna vinnuhópur í þeim tilgangi að vinna að safnamálum sveitarinnar og þá sérstaklega að stofnun
búnaðarsögusafns Eyjafjarðar.
Menningarmálanefnd lagði til að sveitastjórn skipaði tvo menn í þennan vinnuhóp og mennngarmálanefnd einn. Málið var til
umfjöllunar á síðasta fundi sveitarstjórnar og þar var samþykkt að fela menningarmálanefnd að útfæra erindisbréf fyrir
vinnuhóp um safnamál.