Búist við þriðjungsaukningu í sölu á páskabjór

Baldur Kárason bruggmeistari Vífilfells
Baldur Kárason bruggmeistari Vífilfells

Landsmenn eru sólgnari í páskabjór í ár en innlendir framleiðendur bjuggust við og hefur Vífilfell þurft að framleiða meira magn af Víking páskabjór til að bregðast við eftirspurninni. Allur páskabjórinn sem áætlað var að framleiða fyrir páskahátíðina er þegar kominn í verslanir, þremur vikum fyrir páska, og því uppseldur hjá framleiðanda. Bruggmeistarar Vífilfells á Akureyri hafa þegar hafist handa við að framleiða aukamagn til að eiga ef bjórinn klárast í vínbúðum fyrir páska.

Uppfærðar áætlanir Vífilfells gera ráð fyrir að salan á Víking páskabjór verði um þriðjungi meiri en í fyrra. Sala á páskabjór hefur aukist jafnt og þétt síðustu árin. Hún náði hámarki fyrir hrun en dalaði svo nokkuð áður hún óx síðan á ný eftir því sem leið frá hruni. Í ár verður framleiðslan áttfalt meiri en hún var árið 2009.

Árstíðabundin bjórframleiðsla hefur notið vaxandi vinsælda hér á landi og sést það ekki síst í mikilli sölu á jólabjór undanfarin ár. Það sér ekki fyrir endann á þessum vinsældum sérbjóranna og páskahátíðin virðist vera orðinn lítill eftirbátur jólanna á bjórhátíðardagatali landans, segir í tilkynningu frá Vífilfelli.

Nýjast