12. nóvember, 2009 - 12:59
Frjálsíþróttasamband Íslands skrifaði í vikunni undir samstarfssamning við UMSE og UFA um rekstur og framkvæmd á
Norðurlandamóti ungmenna U20. Mótið mun fara fram á Þórsvellinum dagana 28. - 29. ágúst á næsta ári. Mótið var
haldið í borginni Vasaa í Finnlandi fyrr á árinu og voru keppendur um 270 talsins. Það má því búast við 250 erlendum gestum
til Akureyrar á næsta ári.
Norðurlandamót ungmenna U20 var síðast haldið á Íslandi árið 2000 og þá í Borgarnesi, en síðan þá
hefur reglum mótsins verið breytt og það einungis haldið á 8 brauta völlum, líkt og á Akureyri og í Laugardalnum.
- Hingað til hafa Íslendingar keppt með landsliði Danmerkur á mótinu - það er til endurskoðurnar í ár
- Keppendur eru fleiri en á Landsmóti UMFÍ í sumar - þar kepptu 256 í öllum aldurflokkum
- Mótið verður stærsta frjálsíþróttamót ársins 2010 á Íslandi
- Keppnisdagar eru tveir og verður keppt í 3 - 4klst. á hvorum degi
Frjálsíþróttasambandið gegnir forystuhlutverki í samstarfi Norðurlandanna á árinu 2010. Norðurlandaþing
frjálsíþróttasambanda verður haldið þann 19. mars nk. á Íslandi, sem og fundur framkvæmdastjóra
frjálsíþróttasambanda Norðurlandanna, en hann fer fram næsta haust.