Kúa- og sauðfjárbændur hafa samþykkt nýja búfjársamninga um starfsskilyrði nautgripa- og sauðfjárræktar, í atkvæðagreiðslu sem fram fór um þá en skrifað var undir 19. febrúar s.l.
Sauðfjársamningurinn var samþykktur með 60,4% atkvæða en 37,3% voru á móti. Nautgripasamningurinn var samþykktur með 74,7% atkvæða en 23,7% höfnuðu honum.
Kosningaþátttakan vegna sauðfjársamningsins var 56,8% og vegna nautgripasamningsins 70,8%.
Samningarnir eru til 10 ára en gert er ráð fyrir að þeir verði teknir til endurskoðunar tvisvar á samningstímanum, árin 2019 og 2023.