Brýnt að allir leggist á árarnar

Grímsey
Grímsey

Bæjarstjórn Akureyrar fagnar þeirri niðurstöðu ríkisstjórnar Íslands að grípa til aðgerða í því skyni að treysta áframhaldandi byggð í Grímsey. Eins og greint var frá í gær hef­ur ríkisstjórnin ákveðið að grípa til samþættra aðgerða til að styðja við byggð í Gríms­ey, m.a. með því að styrkja stöðu út­gerðar frá Gríms­ey, bæta sam­göng­ur og fram­kvæma hag­kvæmni­at­hug­un á lækk­un hús­hit­un­ar­kostnaðar.

"Akureyringar hafa lagt áherslu á að ríkið komi að málum ásamt sveitarfélaginu til að styrkja forsendur búsetu í Grímsey og hefur jákvæð niðurstaða nú fengist í málið. Sérstaða byggðar í Grímsey er óumdeild og því brýnt að allir leggist á árarnar til að skjóta styrkum stoðum undir búsetu þar til frambúðar eins og ríkisstjórn Íslands hefur nú ákveðið að gera," segir í bókun bæjarstjórnar.

Nýjast