Bryndís Rún og Sindri Þór settu Akureyrarmet

Bryndís Rún Hansen og Sindri Þór Jakobsson, sundmenn úr Sundfélaginu Óðni, kepptu fyrir hönd Íslands á Ólympíuhátíð æskunnar sem fram fór í Belgrad í Serbíu fyrir stuttu. Valið var í liðið eftir árangri og voru þau Bryndís Rún og Sindri Þór með bestu tímana í sínum aldursflokkum á landinu. Sindri keppir í aldursflokki stráka fæddra 1991-1992 en Bryndís í flokki stúlkna fæddra 1993-1994.

Árangur þeirra á leikunum var góður og bæði settu þau Akureyrarmet, Bryndís í 50 m skriðsundi telpna og Sindri í 100 m flugsundi drengja. Einnig keppti Bryndís í 100 og 200 m bringusundi og Sindri í 200 m flugsundi. Í þeirri grein náði hann besta árangri íslenska sundfólksins á mótinu er hann tryggði sér sæti í B-úrslitum og endaði í 13. sæti. Bæði Bryndís og Sindri voru einnig í boðsundssveitum Íslands.

Nýjast