Bryndís Rún hlaut átta gullverðlaun á Haustmóti Fjölnis

Sundfélagið Óðinn sópaði að sér verðlaunum á Haustmóti Fjölnis í sundi sem haldið var í Laugardagslauginni um sl. helgi en tæplega 40 sundmenn frá Óðni tóku þátt á mótinu. Bryndís Rún Hansen fór fyrir sínu félagi og vann til flestra gullverðlauna fyrir Óðinn á mótinu, sex verðlaun fyrir einstaklingsgreinar og tvö í boðsundi. Þá fékk Bryndís einnig viðurkenningu fyrir að vera stigahæsta sundkona mótsins í flokki 15 ára og eldri. Átta aðrir sundkappar unnu gullverðlaun fyrir Óðinn á mótinu.

Þá vann félagið til fjölda silfur- og bronsverðlauna á mótinu. Þrjú Akureyrarmet féllu einnig á mótinu, Oddur Viðar Malmquist bætti metið í 200 m flugsundi í flokki 13-14 ára pilta og þá setti kvennasveit Óðins tvöfalt met í 4x50 m fjórsundi, bæði í stúlkna- og kvennaflokki.

Nýjast