Bryndís Rún fær styrk frá ÍSÍ

Bryndís Rún Hansen, sundkona úr Óðni og íþróttamaður Akureyrar, er meðal sjö sundmanna sem fá úthlutun úr Styrktarsjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna, sem er á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, fyrir árið 2010. Styrkurinn nemur 150 þúsund krónum og er þetta annað árið í röð sem Bryndís hlýtur styrkinn. 

 

Nýjast