Bryndís hættir sem forvarnar- fulltrúi Akureyrarbæjar

Bryndís Arnarsdóttir, sem gegnt hefur stöðu forvarnarfulltrúa hjá Akureyrarbæ undanfarin sjö ár, hefur sagt upp störfum.   Hún segir margar ástæður liggja að baki uppsagnarinnar og hún hafi íhugað málið vel og vandlega áður en hún tók ákvörðun. Breytingar hafa átt sér stað sem gerir það að verkum að starf Bryndísar felur í sér minni ábyrgð auk þess sem hún missir ákveðin völd. Hún segist ekki vera sátt við hvernig yfirvöld bæjarins stóðu að breytingunum "Mér var sagt upp vinnutímanum, launin lækkuð, lækkun á ábyrgð og völdum og það var svona eins það hafi verið að fara fínt í að bola manni í burtu." Bryndís tekur það fram að hún fari ekki í fússi og það sé ágætt að nýir menn komi í starfið með nýjum áherslum.

"Ég er búin að vera í þessu í sjö ár og það spilaði líka inn í þessa ákvörðun hjá mér. Það er kannski bara kominn tími til að breyta til og maður verður lúinn í þessu starfi þannig að það er fínt að hleypa öðrum að með aðrar áherslur," sagði Bryndís.

Nýjast