Bryndís bætti sitt eigið Íslandsmet

Bryndís Rún Hansen, sundkona úr Óðni, setti eina Íslandsmet gærdagsins á Íslandsmótinu í 50 m laug sem fram fer í Laugardagslauginni nú um helgina.

Bryndís setti met í 50 flugsundi en hún synti á tímanum 27, 65 sekúndum og bætti þar með sitt eigið Íslandsmet um fjórðung úr sekúndu.

Alls eru 15 keppendur frá Óðni á mótinu en fjallað verður um árangur þeirra í Vikudegi nk. fimmtudag.

Nýjast