Fjögur ungmenni, þrír piltar og ein stúlka sem öll eru á tvítugsaldri, voru handtekin á Akureyri í gærkvöldi. Í fórum þeirra fannst þýfi úr innbroti á Grenivík. Ungmennin eru grunuð um að hafa fleiri innbrot á samviskunni
Sindri S. Kristjánsson varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri gefur kost á sér til að leiða lista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. Sindri tilkynnti um framboð sitt nú síðdegis í tilkynningu hans segir:
Sjóvá hefur gert samstarfssamning við Drift EA og gengur þar með til liðs við hóp bakhjarla miðstöðvarinnar. Með samstarfinu styður Sjóvá við nýsköpun og frumkvöðlastarf á Íslandi og tekur virkan þátt í að styrkja umgjörð og stuðningsumhverfi frumkvöðla um land allt.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem Drift EA sendi út til fjölmiðla eftir hádegið í dag.
Félagsfundur Samfylkingarinnar á Akureyri, sem haldinn var mánudaginn 12. janúar, samþykkti einróma tillögu stjórnar félagsins að viðhafa uppstillingu við val á framboðslista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2026.
„Þetta gengur einfaldlega ekki svona lengur,“ segir Ragnheiður Gunnarsdóttir í Kisukoti sem hún rekur á heimili sínu við Löngumýri. Á nýliðnu ári komu 111 heimilislausir kettir í Kisukot, flestir þeirra hafa fengið heimili nú en enn eru nokkrir eftir enn þá þar sem verið er að kanna þeim betur inn á heimilislífið. Það er heldur fleiri kettir en hafa haft viðkomu i Kisukoti undanfarin ár.
Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra fjallaði um flugeldasýningar og brennur á fundi sínum skömmu fyrir áramót. M.a. var rætt um mikinn fjölda staðfestra skráninga fyrir flugeldasýningar og brennur um ármót og á þrettándanum.
Þjónusta við sífellt stækkandi hóp eldra fólks er eitt þeirra verkefna sem eru á könnu sveitarfélaga. Aðgerðaáætlun fyrir eldra fólk á Akureyri árin 2026 til 2030 var samþykkt í bæjarráði í lok nóvember, en áður hafði vinnuhópur verið að störfum um málefnið. Fyrsti hluti áætlunarinnar var samþykktur í bæjarráði við lok árs 2021.
Aparólufélagið er heiti á félag sem nemendur Grenivíkurskóla stofnað. Þeir eru að hefja söfnun fyrir Aparólu til að setja upp í hallinu austan við skólann.
Í síðustu viku voru tvær fréttir af flugmálum áberandi. Annars vegar voru fréttir unnar upp úr góðri grein Ásthildar Sturludóttur, sem dró fram jákvæða þróun millilandaflugs um Akureyrarflugvöll, og hins vegar var um að ræða frétt Morgunblaðsins af fundi Isavia ohf. með Samtökum atvinnurekenda á Suðurnesjum
Nýverið bauð Fjársýsla ríkisins út rammasamning um bílaleigubíla og hlaut Höldur-Bílaleiga Akureyrar hæstu einkunn bjóðenda og verður því fyrsti kostur ýmissa stofnanna, fyrirtækja og sveitarfélaga sem koma að þessum stóra samningi. Þetta segir í tilkynningu frá Höldi í morgun.