Brotist inn í vélageymslu Golfklúbbs Akureyrar og tölvu stolið

Brotist var inn í vélageymslu Golfklúbbs Akureyrar að Jaðri í fyrrinótt og þaðan stolið tölvu sem stýrir nýju vökvunarkerfi golfvallarins. Hér er um að ræða mjög tilfinnanlegt tjón fyrir klúbbinn.  

Þegar vökvunarkerfi golfklúbbsins var tekið í notkun fyrr í sumar þurfti að fá menn erlendis frá til að koma tölvunni og vökvunarkerfinu í gang. Hugbúnaðurinn í tölvunni nýtist engum nema golfklúbbnum og er það von GA-manna að sá eða þeir sem þarna voru á ferð skili tölvunni.

Nýjast