Fylkir vann öruggan 3:0 sigur gegn KA er liðin mættust í KA- heimilinu í úrslitakeppni MIKASA- deildar kvenna í blaki í gærkvöld.
Fylkir vann allar þrjár hrinurnar, 25:12, 25:21 og 25:22.
Þar með dofnuðu vonir KA um að næla í bronsverðlaun á Íslandmótinu verulega. Mikil forföll voru
í liði KA í leiknum og vantaði t.a.m. þær Huldu Elmu Eysteinsdóttur og Birnu Baldursdóttur í liðið og munaði um minna.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er kveðið á um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu eigi síðar en árið 2027. Heimsókn Ursulu von der Leyen til Íslands hefur endurvakið umræðuna um Evrópumál sem hefur tekið talsvert pláss á hinum ýmsu miðlum. Undirrituðum sýnist sem svo að kosningabaráttan fyrir væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu sé farin á fullt, ekki síst fyrir tilstuðlan minnihlutans á þingi sem hefur þó hingað til verið alfarið andvígur því að þjóðin fái að segja sitt í þessu mikilvæga máli.
Óskað hefur verið eftir því að gerð verði breyting á deiliskipulagi við Gránufélagsgötu 45 á Akureyri. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja á lóðinni allt að fimm hæða íbúðarhús fyrir um 25 íbúðir á bilinu 45-70 fm.
,,Upp er runninn sérlega ánægjulegur dagur sem margir hafa beðið eftir í langan tíma,“ skrifar Finnur Ingvi Kristinsson sveitarstjóri á vef sveitarfélagsins af því tilefni.„Þetta er stór stund fyrir okkar sveitarfélag.“
SS-Byggir sem átti hærra tilboðið af tveimur sem bárust í lóðina við Hofsbót 1 og 3 í miðbæ Akureyrar hefur staðfest að fyrirtækið mun halda lóðinni og hefur það skilað inn tilskyldum gögnum. Þeir sem buðu voru annars vegar SS Byggir sem bauð 251 milljón króna og Sigtún Þróunarfélag bauð 235 milljónir.
Laugardaginn 23. ágúst kl. 15 verður boðið upp á almenna leiðsögn um sýningu Margrétar Jónsdóttur, Kimarek-Keramik, og samsýningu norðlenskra listamanna, Mitt rými. Jafnframt verður fjölskylduleiðsögn í boði um sýningarnar daginn eftir, sunnudaginn 24. ágúst, kl. 11. Aðgangur að fjölskylduleiðsögninni er ókeypis í boði Norðurorku og að henni lokinni er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna. En aðgangur að almennu leiðsögninni er innifalinn í aðgöngumiða á safnið.
Beint frá býli dagurinn verður haldinn næstkomandi sunnudag, 24. ágúst. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til dagsins, en viðburðurinn hefur á skömmum tíma fest sig í sessi sem fjölskylduvænn hátíðisdagur í íslenskri sveit. Markmiðið er að vekja athygli á hugmyndafræði beint frá býli, efla tengsl milli framleiðenda og neytenda og hvetja fleiri til að hasla sér völl á sviði smáframleiðslu matvæla.
Þegar tekin var ákvörðun um að fljúga beint til Akureyrar með easyJet, Edelweiss eða ferðaskrifstofunum Voigt Travel og Kontiki skipti það sköpum að flogið var beint á áfangastaðinn. Stærsti áhrifaþátturinn í ákvörðuninni var náttúra landsins eða tiltekin náttúrufyrirbæri, en strax á eftir er möguleikinn á beinu flugi.
Vinnsla hófst í morgun af fullum krafti í fiskvinnslu Samherja á Dalvík eftir sumarleyfi starfsfólks en vinnsla hjá ÚA á Akureyri hófst í júlí eftir sumarleyfi. Jón Sæmundsson framleiðslustjóri á Dalvík hafði í nógu að snúast á þessum fyrsta degi.