27. nóvember, 2009 - 14:56
Á fundi samfélags- og mennréttindaráðs var rætt um stöðu samnings Akureyrarbæjar við Alþjóðahúsið á
Norðurlandi. Vegna breyttra aðstæðna hafa samfélags- og mannréttindaráð og Alþjóðahúsið á Norðurlandi ehf.
ákveðið að breyta fyrirkomulagi samstarfs. Þar með fellur núgildandi samningur úr gildi um næstu áramót og munu aðilar vinna saman
að þeim breytingum sem gerðar verða á þjónustu við innflytjendur.