Stjórnsýslunefnd Akureyrarbæjar hefur fyrir sitt leyti samþykkt drög að nýjum tillögum um breytingar á samþykkt um hverfisráð og
vísað þeim til bæjarstjórnar til samþykktar. Tillögurnar hafa verið kynntar fyrir hverfisráðinu í Hrísey og samstarfsnefndinni
í Grímsey.
Megin breytingin á reglunum felst í því að gert er ráð fyrir hverfisráðum bæði í Hrísey og Grímsey,
fulltrúum í hverfisráðum verður fækkað úr 5 í 3 jafnframt því sem ráðunum verður skylt að funda 6 sinnum á
ári í stað 12 sinnum áður.