Í ályktun stjórnar Kjalar segir ennfremur: "Þegar barnsfæðing á sér stað á ríkið samkvæmt lögum að tryggja að bæði barn og foreldrar geti notið samvista við hvort annað. Þannig er það lögfest markmið fæðingarorlofslaga. Einnig er lögunum ætlað að tryggja samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs foreldra. Skerðing á greiðslu fæðingarorlofs er í ósamræmi við framangreind markmið og mun leiða af sér aukið ójafnrétti milli karla og kvenna. Það er staðreynd að karlmenn sem taka fæðingarorlof eru að jafnaði með hærri laun en konur. Með skerðingu greiðslu í fæðingarorlofi er afar hætt við að karlar nýti sér síður sinn rétt til töku fæðingarorlofs og því munu tækifæri beggja foreldra til að sinna bæði fjölskyldu og starfi utan heimilis skerðast."