Þór og ÍA mætast í fallbaráttuslag í 1. deild karla í körfubolta í kvöld í Íþróttahúsi Síðuskóla kl. 19:15. Fyrir leikinn í kvöld eru liðin jöfn að stigum í deildinni með sex stig hvort, Þór í 7. sæti en ÍA í 8. sæti, og því mikið í húfi fyrir bæði lið.
"Þessi leikur skiptir gríðarlegu máli fyrir okkur og ekkert annað en sigur kemur til greina," segir Sigurður Grétar Sigurðsson, fyrirliði Þórs, um leikinn gegn ÍA.
Nánar er rætt við Sigurð um leikinn í kvöld í nýjasta tölublaði Vikudags.