Boltinn er hjá Þór, segir bæjarstjóri

"Ég lít svo á að boltinn sé hjá Þórsurum," segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, um þá niðurstöðu aðalfundar Íþróttafélagsins Þórs að fella samninginn sem gerður hafði verið milli stjórnar félagsins og bæjaryfirvalda. Bæjarstjóri minnir á að samningurinn hafi verið undirritaður án fyrirvara af hálfu Þórs og því sé málið mjög óvenjulegt. "Mér finnst skilaboðin ekki skýr frá þessum fundi," segir Sigrún Björk við Vikudag. Fram hefur komið hér á fréttavef Vikudags að aðalfundurinn véfengdi ekki umboð samninganefndar og stjórnar félagsins í viðræðunum, þvert á móti lýsti fundurinn trausti á forustuna og samninganefndina. Hvað í því felst er þó óljóst, til dæmis er varðar það hversu bindandi undirskrift er fyrir Þór, þegar hún er gerð án fyrirvara um samþykki aðalfundar.

Nýjast