Böðvar Þórir Kristjánsson hefur verið ráðinn þjálfari Þórs í meistaraflokki karla í körfubolta. Böðvar er 38 ára gamall Keflvíkingur og en hann gekk fyrst til liðs við Þór árið 1995, þá sem leikmaður. Hann hefur bæði leikið með Þór og Keflavík í úrvalsdeildinni, auk þess sem hann hefur talsverða reynslu af þjálfun yngri flokka hjá báðum ofangreindum félögum með fínum árangri. Samningur Böðvars við Þór er til tveggja ára.