Framsögumenn eru: Gunnar Skúli Ármannsson, læknir á Landsspítalanum, Jakobína Ingunn Ólafsdóttir,
stjórnsýslufræðingur og Gísli Aðalsteinsson, hagfræðingur og forstöðumaður skrifstofu fjármála hjá FSA
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Fundarstjóri: Edward H. Huijbens.
Fjármálaráðherra og öðrum þingmönnum kjördæmisins hefur verið boðið að taka sæti í pallborði þessa
fundar og munu mæta einn frá hverjum flokki er þeir koma því við vegna annarra starfa. Verði pallborðið þunnskipað
þingmönnum munu framsögumenn taka sæti þar líka. Borgarafundanefndin hvetur fólk til að mæta á fundinn og skapa líflega
umræðu um þetta brýna málefni.