Boðin verði út breytt sorphirða með þriggja tunnu flokkunarkerfi

Á fundi umhverfisnefndar fyrir helgina, var rætt um flokkun og sorphirðu á Akureyri í framtíðinni. Jafnframt var starfsmönnum framkvæmdadeildar falið að bjóða út breytta sorphirðu. Gera skal ráð fyrir þriggja tunnu flokkunarkerfi og lífrænn úrgangur fari í jarðgerðarstöð Moltu til vinnslu.  

Stefnt verði á að verkefnið verði að fullu komið til framkvæmda á vordögum 2010, segir í bókun umhverfisnefndar. Á sama fundi var tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun varðandi meðhöndlun úrgangs sem fellur til í Grímsey og úrbætur sem nauðsynlegar eru.
Í bókun kemur fram að umhverfisnefnd muni taka málið til skoðunar og að stefnt sé að sambærilegri flokkun og á Akureyri

Nýjast