Blakmaðurinn Poitr Kempisty Íþróttamaður KA

Blakmaðurinn Poitr Kempisty er Íþróttamaður KA 2009 en kjöri hans var lýst í hófi í KA-heimilinu fyrr í dag, að viðstöddu fjölmenni. Í öðru sæti í kjörinu varð knattspyrnumaðurinn Haukur Heiðar Hauksson og í þriðja sæti júdókonan Helga Hansdóttir. Alls voru sex íþróttamenn tilnefndir í kjörinu, til viðbótar handknattleikskonurnar Arna Valgerður Erlingsdóttir og Martha Hermannsdóttir og blakkonan Auður Anna Jónsdóttir.

Nýjast