Blak: Þrír frá KA á Evrópukeppnina

KA- mennirnir Hafsteinn Valdimarsson, Kristján Valdimarsson og Hilmar Sigurjónsson verða í eldlínunni með blak landsliði Íslands í Lúxemborg um helgina á úrslitamóti Evrópukeppni smáþjóða.

Ísland tryggði sér réttinn til að spila á mótinu á Möltu í júní á síðasta ári og nú er komið að úrslitakeppninni. Aðeins tíu leikmenn fara á mótið fyrir Íslands hönd og þeirra á meðal eru fyrrnefndir KA- menn.

Nýjast