"Talað hefur verið um sameiningu sveitarfélaga á Norðurlandi í langan tíma. Ljóst er að við værum betur í stakk búin, sem sameinað og sterkara sveitarfélag, að takast á við krefjandi verkefni frá ríkinu sem við viljum gjarnan fá að sinna í krafti reynslu okkar á nærumhverfi okkar, ekki síst vegna þess að við hefðum þá sterkari fjárhagsgrundvöll og öflugri stjórnsýslu," skrifar Margrét Kristín Helgadóttir oddviti Bjartrar framtíðar á Akureyri í greini í Vikudegi.
Hún er mótfallin því að þvinga sveitarfélög til sameiningar.
"Óskastaðan er að sveitarfélögin sjái ágóðan í því að sameinast í þeirri von að geta boðið betri þjónustu fyrir íbúa sína. Björt framtíð vill stuðla að því að hér á Akureyri sé samfélag sem nærsveitarfélögum í kring langar til að vinna með og sjái ágóða í að sameinast. Að hér sé samfélag sem hlustar, ber virðingu fyrir ólíkum skoðunum og sjónarmiðum og leitar lausna í sameiningu."