Björninn burstaði SA- yngri, 9:1, er liðin mættust í Skautahöll Akureyrar sl. laugardag á Íslandsmótinu í íshokkí kvenna. Steinunn Sigurgeirsdóttir skoraði þrennu fyrir Björninn í leiknum, Hanna Rut Heimisdóttir og Flosrún Vaka Jóhannsdóttir komu næstar með 2 mörk hver. Mark SA í leiknum skoraði Díana Mjöll Björgvinsdóttir.