Björninn sigraði SAsen í vítakeppni

Björninn hefði betur gegn SAsen er liðin mættust í Egilshöllinni sl. laugardag á Íslandsmótinu í íshokkí í meistaraflokki kvenna. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Ekki tókst liðunum heldur að koma pökknum í netið í framlengingunni og því réðust úrslitin í vítakeppni. Þar hafði Björninn betur og sigraði 1:0.

SAsen hefur 3 stig í þriðja sæti deildarinnar en Björninn er á toppnum með 11 stig.

Nýjast