Björninn með forystu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn

Björninn hafði betur gegn SA, 4:2, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Íslandsmóts kvenna í íshokkí sl. sunnudag í Egilshöll. Björninn hefur þar með tekið 1:0 forystu í einvíginu en vinna þarf tvo leiki til þess að landa Íslandsmeistaratitilinum.

Liðin mætast öðru sinni í Skautahöll Akureyrar á morgun, þriðjudag, kl. 19:00, og getur Björninn með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Vinni SA mætast liðin í oddaleik í Egilshöllinni næstkomandi fimmtudag. 

Nýjast