Björgvin hafnaði í 24. sæti á heimsbikarkeppni í svigi
Dalvíkingurinn Björgvin Björgvinsson hafnaði í 24. sæti í heimsbikarkeppni í svigi sem fram fór í Zagreb í
Króatíu í dag. Eftir fyrri ferðina var Björgvin í 29. sæti og komst áfram í seinni ferðina en aðeins 30 efstu komst áfram af 83
keppendum. Björgvin hafnaði einnig í 25. sæti á sama móti í fyrra og bætti því árangur sinn um eitt sæti.
Nýjast